Jennifer Lawrence launahæsta leikkonan

Jennifer Lawrence
Jennifer Lawrence AFP

Jennifer Lawrence er hæst launaða leikkona heims en hún þénaði um 6,9 milljarða íslenskra króna á síðasta ári.

Leikkonan, sem vann Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni Silver Linings Playbook árið 2013, þénar mest af kvikmyndabransanum en hún er einnig andlit tískuvörurisans Dior.

Þrátt fyrir að vera launahæsta leikkona heims eru laun hennar mun lægri en laun Robert Downey Jr sem er launahæsti leikari heims, en hann þénaði um 10,6 milljarða króna á síðasta ári. 

Það vakti mikla athygli í fyrra er tölvupóstar frá Sony Pictures voru gerðir opinberir sem sýndu fram á að Lawrence fékk mun lægri laun fyrir hlutverk sitt í myndinni American Hustle en karlkyns mótleikarar hennar Bradley Cooper og Christian Bale.

Samkvæmt Sky News er orðrómur uppi um að Lawrence hafi samið um 2,6 milljarða í laun fyrir nýjustu mynd sína Passenger, sem talið er að sé hærra en mótleikari hennar Chris Pratt fékk í sinn hlut.

Samkvæmt lista Forbers voru aðeins fjórar af launahæstu leikkonum heims með meira en 2,6 milljarða króna í laun á síðasta ári á meðan að 21 leikari náði þeirri tölu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson