Foo Fighters ögruðu mótmælendum

Hljómsveitin Foo Fighters.
Hljómsveitin Foo Fighters. AFP

Meðlimir hljómsveitarinnar Foo Fighters létu mótmælendur frá kirkjunni Westboro Baptist Church, sem eru andvígir samkynhneigð, heldur betur heyra það er meðlimir kirkjunnar byrjuðu að mótmæla fyrir utan tónleika hljómsveitarinnar.

Hljómsveitin tók sig til og söng og dansaði ofan á þaki á bíl sem staðsettur var á götunni við mótmælin og sungu smellinn „Never Gonna Give You Up“ eftir Rick Astley. Þá tóku þeir einnig önnur þekkt lög eins og „Keep it Clean“ og „You Got Rick Roll‘d Again“ fyrir utan Sprint Center tónleikahöllina í Kansas í Bandaríkjunum.

Westboro samtökin voru að mótmæla samkynhneigð. Þau eru þekkt fyrir þessi mótmæli sín og hafa mætt í jarðarfarir hjá bandarískum embættismönnum og sagt að andlát þeirra sé afleiðing þess hversu frjálslyndir Bandaríkjamenn séu í málefnum samkynhneigðra.

Samkvæmt Sky News er þetta ekki í fyrsta skipti sem hljómsveitin ögrar mótmælendunum en svipað atvik átti sér stað árið 2011.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson