Of feit en samt undir kjörþyngd

Agnes Victoria Hedengård
Agnes Victoria Hedengård Skjáskot/YouTube

Nítján ára gömul sænsk fyrirsæta lætur tískuiðnaðinn heldur betur heyra það í myndskeiði sem hún birtir á Facebook. Að hennar sögn hefur henni ítrekað verið synjað um verkefni þar sem hún sé of feit þrátt fyrir að líkamsstuðull hennar segir hana undir kjörþyngd.

Á vefnum The Lockal kemur fram að Agnes Victoria Hedengård, sem hefur starfað sem fyrirsæta í fimm ár, hafi birt myndskeiðið á Facebook um síðustu helgi og í kjölfarið á ensku á YouTube. Myndskeiðið hefur fengið mikið áhorf, bæði sænska og enska útgáfan.

„Ég fæ ekki vinnu lengur þar sem iðnaðurinn telur mig of stóra. Þeir telja þetta of mikið,“ segir hún í myndskeiðinu og bendir á grannan líkama sinn. 

Hún segist hafa verið í sambandi við stór fyrirsætufyrirtæki og viðskiptavinir hafi haft samband þar sem þeir vilji starfa með henni. En þegar þeir fá uppgefin mál þá hætti þeir við. „Hún er of þung, hún verður að koma sér í betra form,“ segir <span>Hedengård að viðskiptavinirnir segi.</span>

Hedengård er 57 kíló og líkamsstuðull (BMI) hennar er 17,3 sem þýðir að hún er skilgreind sem of létt.

Hún hefur fengið mikil viðbrögð við myndskeiðunum og ekki síst frá öðrum fyrirsætum sem styðja hana.

<div id="embedded-media"><iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="480" src="https://www.youtube.com/embed/4hEMv9QUIzE" width="640"></iframe> <div id="embedded-remove"> </div> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler