Tvífari Justin Bieber fannst látinn

Tobias Strebel hefur eytt um 13 milljónum króna í lýtaaðgerðir …
Tobias Strebel hefur eytt um 13 milljónum króna í lýtaaðgerðir til þess að líkjast Justin Bieber. Skjáskot af vef The Independent

Hinn 35 ára gamli Tobias Strebel sem er tvífari Justin Bieber fannst látinn á mótelherbergi í San Fernando Valley þann 21. ágúst. Óljóst er hver sé orsök dauða hans en samkvæmt TMZ fundust fíkniefni í herberginu.

Strebel hafði verið týndur í þrjá daga og sást síðast til hans þann 18. ágúst. Hann komst í fréttirnar fyrir að hafa eytt um þrettán milljónum króna í lýtaaðgerðir til þess að líkjast poppstjörnunni Justin Bieber. „Það sem færði mig nær Bieber var allur pakkinn, fallegu kinnarnar, björtu augun, varirnar og hárið. Hann er einstaklega fallegur,“ sagði Strebel í þættinum Botched.

„Sumir vilja eyða peningunum sínum í fallega bíla eða hús. Ég eyði þeim í lýtaaðgerðir til þess að líkjast Justin Bieber.“

Frétt mbl.is - Lýsa eftir tvífara Justin Bieber

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant