Tyler, The Creator bannaður í Bretlandi

Rapparinn Tyler, The Creator.
Rapparinn Tyler, The Creator. Skjáskot af vef Contactmusic

Rapparinn Tyler, The Creator hefur nú hætt við tónleika sína í Reading og á Leeds festivalinu í Bretlandi þar sem honum hefur verið meinaður aðgangur inn í Bretland.

Á Twitter-síðu sinni segir Tyler að sér sé meinaður aðgangur að Bretlandi í þrjú til fimm ár vegna texta sem hann samdi árið 2009.

Samkvæmt vefnum Contactmusic hefur hann einnig tilkynnt það að hann muni ekki halda tónleika sína í Belfast og Dublin. Umboðsmaður Tyler gaf frá sér yfirlýsingu og sagði: „Tyler hefur verið bannað að koma til Bretlands í þrjú til fimm ár. Okkur barst bréf frá ráðamönnum í Bretlandi sem sögðu að hann gæti ekki komið til landsins vegna texta sem hann samdi árið 2009. Hann hefur ekki samið neina svoleiðis texta síðan en í bréfinu stendur að textarnir hvetji til ofbeldis og séu mótfallnir samkynhneigðum.“

<blockquote class="twitter-tweet">

BASED ON LYRICS FROM 2009 I AM NOT ALLOWED IN THE UK FOR 3-5 YEARS ( although i was there 8 weeks ago) THAT IS WHY THE SHOWS WERE CANCELLED.

— Tyler, The Creator (@fucktyler) <a href="https://twitter.com/fucktyler/status/636605593931767808">August 26, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson