Enginn Rodhe í þriðju þáttaröð Brúarinnar

Þriðja sería sænsk/dönsku spennuþáttaraðarinnar Brúin (d. Broen) hefur göngu sína í Svíþjóð og Danmörku þann 27 september næstkomandi en einn helmingur lögreglu-tvíeykisins Rodhe og Norén verður fjarri góðu gamni.

Danski leikarinn, Kim Bodnia sem lék lögreglumanninn Martin Rodhe ákvað að segja skilið við Brúnna eftir síðustu þáttaröð þar sem hann kunni illa við þá stefnu sem persóna hans hafði tekið. Sofia Helin, sem leikur hina óvenjulegu lögreglukonu Sögu Norén, verður hinsvegar enn á sínum stað.

Þættirnir snerust áður um rannsóknir Rodhe og Norén á glæpum sem tengdust Eyrarsundsbrúnni. Voru lögreglumennirnir tveir nánir þrátt fyrir að vera ólíkir og voru samskipti þeirra mikilvægur hluti þáttarins. Handritshöfundurinn Hans Rosenfeldt segir Rodhe skilja eftir sig stórt skarð en að þátturinn muni enn taka á ólíkri menningu Dana og Svía.

„Við munum sjá fyrir öðrum Dönum í kringum Sögu, sem virkar ágætlega og leyfir okkur að kanna aðrar hliðar á henni,“ sagði Rosenfeldt í viðtali við SVT. Hann sagði andrúmsloft þáttarins þó munu breytast. „Þetta verður eitthvað allt öðruvísi í þetta skiptið. Þetta er svo sannarlega þáttaröð Sögu, áður var áherslan á Martin og einkalíf hans mun meiri.“

Brúin er samstarfsverkefni danska og sænska ríkisútvarpsins og á traustan áhorfendahóp um öll Norðurlöndin sem og í Bretlandi og Þýskalandi. Aðdáendur hafa margir hverjir viðrað áhyggjur sínar á samfélagsmiðlum vegna fjarveru Rodhe en þó virðist ríkja nokkur spenna vegna innkomu danska leikarans Thure Lindhardt.

Lindhardt er m.a. þekktur fyrir leik sinn í dönskum kvikmyndum á borð við Steppeulvene og Nordkraf en einnig fyrir aukahlutverk í sjöttu Fast and The Furious kvikmyndinni.

Persóna hans ber nafnið Henrik og er hann við hlið Helin á kynningarefni fyrir myndina en ekkert hefur verið gefið út um hvort honum sé ætlað að fylla í skarð Bodnia.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler