Baltasar og Ridley Scott gera Eve Online-sjónvarpsþætti

Baltasar Kormákur.
Baltasar Kormákur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Baltasar Kormákur mun taka höndum saman við Ridley Scott við framleiðslu sjónvarpsþáttaraðar byggðrar á íslenska tölvuleiknum Eve Online. Frá þessu greinir Variety.

Framleiðslufyrirtækin RVK Studios og Scott Free standa nú í viðræðum við mögulega fjárfesta með það fyrir augum að framleiða prufuþátt (e. pilot) fyrir þáttaröðina.

Ridley Scott.
Ridley Scott. AFP

Eins og aðdáendur Eve Online vita gerist leikurinn í framtíðinni, eftir um 21 þúsund ár nánar tiltekið, í vetrarbraut sem inniheldur 7.800 stjörnukerfi. Þátttakendur í leiknum eiga sér sínar persónur sem vinna ákveðin störf, mynda lið og berjast gegn öðrum þátttakendum. Áskrifendur að leiknum eru í dag um 400 þúsund talsins.

Ridley Scott er einn þekktasti „sci-fi“-leikstjóri heims og á að baki myndir á borð við Alien og Blade Runner. Hann er kunnugur Íslandi og Íslendingum fyrir þar sem hann tók kvikmyndina Halo upp á Íslandi að hluta árið 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant