Baltasar býr sig undir rauða dregilinn

John Hawkes, Jason Clarke, Emily Watson, Josh Brolin, Baltasar Kormakur …
John Hawkes, Jason Clarke, Emily Watson, Josh Brolin, Baltasar Kormakur og Jake Gyllenhaal í myndatöku fyrir rauða dregilinn. AFP

Helstu leikarar og aðstandendur kvikmyndarinnar Everest undirbúa sig nú fyrir að ganga rauða dregilinn á opnunarhátíð kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum.

Leikstjóri kvikmyndarinnar er að sjálfsögðu Baltasar Kormákur og mætti hann ásamt fríðu föruneyti í svokallaða formyndatöku þar sem pressunni gafst tækifæri til að að festa stjörnurnar á filmu eins og sjá má hér að ofan. Hinn eiginlegi rauði dregill verður hinsvegar ekki genginn fyrr en um 16:30 á íslenskum tíma en þá hefst bein útsending Ríkisútvarpsins frá viðburðinum.

mbl.is hefur tekið saman helstu dóma sem birst hafa um kvikmyndina og má lesa þá með því að smella á tengilinn hér að neðan. 

„Fegurð er fyrir aumingja“

Jake Gyllenhaal mætti á leigubát í myndatökuna.
Jake Gyllenhaal mætti á leigubát í myndatökuna. AFP
Jake Gyllenhaal ásamt ástralska leikaranum Jason Clarke.
Jake Gyllenhaal ásamt ástralska leikaranum Jason Clarke. AFP
Baltasar Kormákur horfir íbygginn í myndavélina.
Baltasar Kormákur horfir íbygginn í myndavélina.
Emily Watson kom einnig á leigubát til myndatökunnar.
Emily Watson kom einnig á leigubát til myndatökunnar. AFP
Hún hafði nóg af tiltækum herramönnum til að aðstoða sig …
Hún hafði nóg af tiltækum herramönnum til að aðstoða sig við að stíga úr bátnum, hvort sem hún þurfti þá eða ekki. AFP
Helstu aðstanendur kvikmyndarinnar stilla sér upp saman.
Helstu aðstanendur kvikmyndarinnar stilla sér upp saman. AFP
Gyllenhal og Baltasar voru kampakátir.
Gyllenhal og Baltasar voru kampakátir. AFP
Jason Clarke leikur leiðsögumanninn Rob Hall í kvikmyndinni.
Jason Clarke leikur leiðsögumanninn Rob Hall í kvikmyndinni.
Josh Brolin kann á andarstútinn.
Josh Brolin kann á andarstútinn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson