Lena Dunham óánægð með texta Bieber

Leikkonan Lena Dunham.
Leikkonan Lena Dunham. AFP

Leikkonan Lena Dunham hefur vakið athygli á texta Justins Bieber við nýjasta lag hans, What do you mean? en þar syngur Bieber um flóknar stelpur að eigin sögn.

Bieber flutti lagið umdeilda á MTV Video verðlaunahátíðinni á sunnudaginn. „Hvað meinar þú? Þegar þú kinkar kolli en villt segja: „nei“, hvað meinar þú,“ söng Bieber.

Eftir hátíðina skrifaði Dunham stöðuuppfærslu á Twitter. Hún benti á að textinn við lagið væri óviðeigandi. Hún hvatti fólk til að sniðganga popplög þar sem sungið er um að „já“ þýðir „nei“ og öfugt.

Aðdáendur Bieber vilja meina að lagið fjalli einfaldlega um almennan misskilning sem vill oft verða í samskiptum kynjanna en Bieber sjálfur segir textann fjalla um hversu óskýrar stelpur geta verið. „Þær segja eitthvað en þær meina eitthvað annar. Svo, hvað meinar þú? Ég veit það ekki, þess vegna spyr ég,“ sagði Bieber í viðtali við útvarpsmanninn Ryan Seacrest.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson