Sonur Harry Potter byrjaður í Hogwarts

Daniel Radcliffe í hlutverki Harry Potter
Daniel Radcliffe í hlutverki Harry Potter Jaap Buitendijk

Sonur Harry Potter var víst eitt þeirra bresku barna sem hóf skólagöngu í vikunni. Höfundur bókanna um galdrastrákinn greindi frá þessu á Twitter í gær.

„Ég er í Edinborg þannig að gæti einhver á King‘s Cross lestarstöðinni óskað James S. Potter góðs gengis fyrir mig? Hann byrjar í Hogwarts í dag,“ skrifaði J.K. Rowling á Twitter.

Seinna sama dag sagði höfundurinn á Twitter að James Potter hefði fæðst árið 2004 og væri því ellefu ára gamall. Hann var settur í Gryffindor heimavistina rétt eins og foreldrarnir, Harry Potter og Ginny Weasley.

Þúsundir aðdáenda bókanna brugðust við á Twitter. Einn skrifaði til dæmis „Mér finnst ég gamall“. Rowling hefur verið dugleg að leyfa aðdáendum Potter að fylgjast með persónunum áfram síðustu ár en átta ár eru síðan að síðasta bókin um hann kom út.

Rúmlega 450 milljónir af bókunum um Harry Potter hafa selst um allan heim.

J.K. Rowling er höfundur Harry Potter bókanna.
J.K. Rowling er höfundur Harry Potter bókanna.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant