Keith Richards þolir ekki hip-hop

Keith Richards á tónleikum á síðasta ári. Hann þolir ekki …
Keith Richards á tónleikum á síðasta ári. Hann þolir ekki hip-hop og þungarokk. AFP

Keith Richards, gítarleikari Rolling Stones, þolir ekki hip-hop tónlist og segir að aðdáendur þess þekki ekki „eina nótu frá annarri“.

„Það eina sem rapp hefur gert sem er aðdáunarvert er að sýna hversu margir þarna úti eru ekki með tóneyra,“ sagði Richards í samtali við The New York Daily News. „Eina sem þau þurfa er trommutaktur og einhvern sem öskrar að hann sé hamingjusamur.“

Richards, sem er 71 árs, er heldur ekki hrifinn af þungarokki. „Milljónir elska Metallica og Black Sabbath,“ var haft eftir Richards. „Mér fannst þeir bara vera frábærir brandarar.“

Richard hefur sjaldan verið hræddur um að láta skoðanir sínar í ljós í viðtölum en seinna í mánuðinum verður fyrsta sólóplata hans í 23 ár, Crosseyed Heart, gefin út.

Gítarleikarinn víðfrægi rifjaði upp í viðtalinu hvað honum fannst um Bítlana árið 1965.

„Sem hljómsveit, þá voru þeir ekki í takt við hvorn annan,“ sagði Richard.

Fyrrum Bítillinn Paul McCartney hefur hinsvegar tekið annan pól í hæðina þegar það kemur að hip-hop tónlist. Hann til að mynda tók nýlega upp lag með rapp stjörnunni Kanye West.

Síðar greindi McCartney frá því að hann hafi heillast af hip-hop þegar hann sá Jay-Z á tónleikum á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson