Hversu langt myndir þú ganga til að bjarga lífi þínu?

Þorvaldur Davíð Kristjánsson fer með hlutverk í sýningunni.
Þorvaldur Davíð Kristjánsson fer með hlutverk í sýningunni.

Leitað er svara við stórum spurningum í verkinu At sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu á föstudaginn. Borgarleikhússtjórinn Kristín Eysteinsdóttir leikstýrir verkinu. Verkið er eftir hinn afkastamikla Mike Bartlett sem hefur slegið í gegn í Bretlandi upp á síðkastið. Verkið At var frumsýnt í Bretlandi 2013 og fékk feikigóðar viðtökur.

Með hlutverk í sýningunni fara Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Valur Freyr Einarssonar, Eysteinn Sigurðsson og Vala Kristín Eiríksdóttir.

Í verkinu er leitast við að svara spurningum á borð við hversu langt þú myndir ganga til að lifa af?

„Tvö störf. Þrír umsækjendur. Andrúmsloftið er rafmagnað. Vinnufélagar bíða eftir mikilvægu starfsviðtali og fjandinn er laus. Fals og lygi svífa yfir vötnunum. Persónurnar leggja sig fram um að atast hver í annarri af grimmilegu miskunnarleysi. Staðan er fullkomlega ótrygg og áhorfendur komast ekki hjá því að sogast inn í keppnina. Samviskubitið gerir sig líklegt til að naga okkur inn að beini. Leikskáldið bendir á nístingskaldan sannleikann um okkur sjálf. Enginn vill vera í hlutverki þess sem tapar,“ segir um verkið.

Hallur Ingólfsson sér um tónlistina, Grétar Reynisson um leikmynd og búninga og Þórður Orri Pétursson um lýsingu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson