Heimsókn páfa veldur kleinuhringjaskorti

Þessi maður lét kleinuhringjaskortinn ekkert á sig fá og smellti …
Þessi maður lét kleinuhringjaskortinn ekkert á sig fá og smellti rembingskossi á páfann. mbl.is/AFP

Frans páfi er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum og er um þessar mundir staddur í Washington. Þótt margir gleðjist yfir heimsókninni eru ekki allir jafn hrifnir. Sér í lagi ekki þeir sem lögðu leið sína á kaffihús Dunkin Donuts í miðborginni, í þeim erindagjörðum að fá sér kleinuhring. Það vill nefnilega svo óheppilega til að heimsókn páfans hefur valdið kleinuhringjaskorti á svæðinu, líkt og fram kemur á vef Vanity Fair.

Vegna öryggisráðstafana hefur götum á stóru svæði verið lokað af. Kaffihúsið hefur því ekki getað tekið við sendingum og mun enga kleinuhringi vera að fá á meðan dvöl páfans í borginni stendur, þann 23. og 24. september. Mörgum eflaust til mikils ama.

Viðskiptavinur kaffihússins deildi þessari spaugilegu mynd á Twitter. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson