30% landsmanna horfðu á The Voice

Mynd/mbl

Ætla má að þriðjungur landsmanna hafi horft á fyrsta þáttinn af The Voice Ísland, þegar hann fór í loftið á föstudaginn. Samkvæmt bráðabirgðatölum Gallup sáu rúm 30% tólf ára og eldri þáttinn þennan fyrsta sýningardag og tæp 34% 12-49 ára. Forsvarsmenn hjá Símanum segja viðtökurnar umfram væntingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum, eiganda Skjás eins, þar sem þættirnir eru sýndir.

„Við erum himinlifandi með viðtökurnar. Áhorfstölurnar eru umfram væntingar. Við erum stolt af söngvurunum, þjálfurum, kynnum og Saga Film, sem framleiðir þættina,“ segir Pálmi Guðmundsson, forstöðumaður ljósvakamiðla hjá Símanum.

„Það er langt síðan svona stór skemmtiþáttur hefur verið í boði á landsvísu í opinni dagskrá. Það er því afar ánægjulegt að sá viðbrögðin og vita að tölurnar eiga eftir að hækka þegar þeir sem voru uppteknir á föstudag sjá þáttinn,“ segir Pálmi einnig og bætir við að búið sé að grófklippa næstu þætti. Beinar útsendingar frá The Voice Ísland hefjast í nóvember og úrslitin verða 1. föstudag í desember.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant