Uppselt á Glastonbury á 30 mínútum

Glastonbury hátíðin sem haldin er í Pilton í Bretlandi.
Glastonbury hátíðin sem haldin er í Pilton í Bretlandi. LUKE MACGREGOR

Miðar á Glastonbury hátíðina sem haldin verður dagana 22. - 26. júní í Pilton í Bretlandi seldust upp á 30 mínútum en þeir fóru í sölu klukkan níu í morgun. Í boði voru 118.200 miðar og kostaði stykkið um 44.000 krónur og við það bættist svo 965 króna bókunargjald.

Talsmaður hátíðarinnar sagði í viðtali við BBC aðsóknin sé alltaf mikil og bað þá afsökunar sem ekki komust að. Þá benti hann á að í vor munu þeir miðar sem skilað var fara í endursölu.

Fyrr í vikunni fór í sölu 16.800 miðar sem gilda bæði inn á tjaldsvæðið og hátíðina og seldust þeir upp á 20 mínútum.

Ekki hefur verið tilkynnt hvaða tónlistarmenn munu troða upp á hátíðinni á næsta ári en þrátt fyrir það er aðsóknin afar góð og allir miðar uppseldir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson