Á góðri leið með að verða slefandi grænmeti

Jeremy Clarkson
Jeremy Clarkson AFP

Jeremy Clarkson þurfti að dvelja í mánuð á meðferðarstofnun samkvæmt læknisráði til að takast á við streitu líkt og fram kemur í frétt Contactmusic.

Þáttastjórnandinn var í mars gert að hætta störfum við þáttinn Top Gear á BBC eftir að hafa veist að einum framleiðanda þáttanna, Oisin Tymon.

Clarkson greindi frá dvöl sinni á meðferðarheimilinu í pistli sem birtist í Sunday Times.

„Í sumar ákváðu nokkrir einstaklingar sem voru alvarlegir á svip og vopnaðir hlustunarpípum að ég þyrfti að taka mér frí. En þeir áttu ekki við tveggja vikna leyfi í sólinni með bók í hönd og kokteilveislum á kvöldin. Það sem þeir áttu við var heill mánuður á steinöld.“

„Þeir voru mjög strangir þegar þeir sögðu mér að stressið sem fylgdi láti móður minnar, uppsögn minni af BBC og milljón öðrum hlutum væri á góðri leið með að gera mig að slefandi grænmeti. Þar af leiðandi þyrfti ég strax að fara í fangelsi, þar sem ég skyldi ekki fá neinar fregnir af umheiminum.“

Clarkson, sem sagðist hafa búist við að endurhæfingarstöðin yrði full af skandinavískum húsgögnum og hálfnöktum konum frá Víetnam, var heldur betur brugðið þegar hann komst að því að stofnunin var einna líkust fangelsi.

„Til að drepa tímann frá því okkur var dröslað á fætur klukkan fimm á morgnana og fram að háttatíma klukkan tíu á kvöldin þurftum við að gera býsnin öll af jóga. Ég hef nú komist að því að ekkert verra er til í heiminum en jóga.“

Clarkson og samstarfsmenn hans James May og Richard Hammond munu bráðlega frumsýna nýjan bílaþátt á Amazon Prime.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant