Fann kærustu draumaprinsins

Myndin góða sem kom Matt um koll.
Myndin góða sem kom Matt um koll.

Leit ástsjúkrar námsstúlku á Facebook eftir manni sem hún kynntist á næturklúbbi hlaut snautlegan endi þegar kærasta mannsins svaraði færslu hennar.

Hin 22 ára Pippa McKinney hafði séð fyrir sér nútímaævintýri þar sem samfélagsmiðlar myndu hjálpa henni að finna draumaprinsinn sem hún deildi nokkrum kossum með á afmælisfögnuði.

„Hitti þennan strák í gær, algjörlega gullfallegur, tók símanúmerið hans vitlaust niður en myndi dýrka að hitta hann aftur! Hann er frá Whythenshaw og heitir Matt, getur einhver hjálpað??“ skrifaði hún á Facebook.

Hún birti mynd af sér á dansgólfinu með Matt í heitum kossi. Færslan barst um netheima og fljótlega var kærastan hans „tögguð“ á myndina.

„Mér fannst ég svo heimsk. Ég var miður mín fyrir mig, fyrir hana og fyrir hann,“ sagði McKinney. Kærastan sendi henni skilaboð til að heyra alla söguna og sagði hinum ótrúa kærasta upp í kjölfarið.

Yfir 20.000 manns hafa látið sér líka við færsluna og henni hefur verið deilt meira en 2.000 sinnum.

McKinney segist hafa fengið nokkur ljót skilaboð vegna málsins og að henni finnist vandræðalegt að fara út að skemmta sér vegna þess.

„En við lok dagsins var ég í sakleysi mínu að leita að strák sem ég var skotin í, sem ég hélt að væri einhleypur. Ég gerði ekkert rangt.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson