Leikari stærði sig af grafráni

Leikarinn Alexander Flores (t.v.) leikstjórinn Wes Ball við frumsýningu myndarinnar …
Leikarinn Alexander Flores (t.v.) leikstjórinn Wes Ball við frumsýningu myndarinnar í New York. Ekki fylgir sögunni hvort að þeir hafi látið greipar sópa um grafreitinn. AFP

Kvikmyndagerðarfólkið að baki myndarinnar „Maze Runner: The Scorch Trials“ er í vondum málum eftir að einn aðalleikari myndarinnar viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að það hafi látið greipar sópa um fornan grafreit bandarískra frumbyggja við tökur á myndinni í Nýju-Mexíkó. Þúsundir undirskrifta hafa safnast fyrir því að það biðjist afsökunar.

Leikarinn Dylan O'Brien var í viðtali í spjallþættinum „Kelly and Michael“ í síðasta mánuði og var spurður út í „bölvun“ sem sögð var hafa legið á kvikmyndagerðarfólkinu á meðan á tökum stóð í fornum grafreiti bandarískra frumbyggja í fjöllunum í nágrenni Albuquerque.

„Þeir sögðu einfaldlega: „Ekki taka neitt og virðið reitinn.“ Þeir voru mjög strangir með að dreifa ekki rusli og að við tækjum ekki muni, steina, hauskúpur eða neitt slíkt. Og allir tóku bara hluta, augljóslega,“ sagði O'Brien og vakti sagan talsverða kátínu þáttastjórnenda og áhorfenda í sjónvarpssal.

Ummælin vöktu litla athygli til að byrja með en nú hafa um 34.000 undirskriftir safnast fyrir því að kvikmyndagerðarfólkið biðjist afsökunar á framferði sínu.

„Frumbyggjarnir á þessu svæði, Pueblo-fólkið, hafa tjáð sig, reiðir og vinvirtir. Á meðan O'Brien segir frá þessu fyrir hlátur, talandi um að leggja bölvun frumbyggja á tökustaðinn, er óskammfeilin frásögn hans af hátterni tökuliðsins svívirðileg,“ segir í yfirlýsingunni sem fylgir undirskriftarlistanum.

Frétt Washington Post af grafráni kvikmyndatökuliðsins

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant