Simply Red til Íslands

Mick Hucknall söngvari Simply Red
Mick Hucknall söngvari Simply Red Af Wikipedia

Breska hljómsveitin Simply Red heldur stórtónleika í Laugardalshöll 31. maí. Hljómsveitin, sem hefur selt yfir 60 milljónir platna á ferli sínum, mun flytja öll sín vinsælustu lög á hljómleikunum en ef þú þekkir þau ekki nú þegar munt þú aldrei, aldrei, aldrei þekkja þau.

Á næsta ári eru nákvæmlega 30 ár síðan Simply Red spilaði hér í sitt fyrsta og eina skipti á eftirminnilegum tónleikum í Laugardalshöll ásamt Fine Young Cannibals, Lloyd Cole and the Commotions og Madness. Þá voru þeir nýbúnir að gefa út fyrstu plötuna sína Picture Book, sem sló rækilega í gegn. 

Að sögn tónleikahaldara hafa Mick Hucknall og félagar engu gleymt. Segja megi að þeir hafi aldrei verið betri, með eina flottustu rödd poppsögunnar og alla sína smelli í farteskinu. Það má því búast við frábærum tónleikum þegar Simply Red stígur á svið Laugardalshallarinnar í maí á næsta ári.

Miðasala hefst þriðjudaginn 13. október kl 10:00 á midi.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant