Stúlkurnar í ástandinu

Heimildamyndin Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum - Lauslæti og landráð, eftir Ölmu Ómarsdóttur verður frumsýnd í Bíó Paradís á fimmtudaginn.

Myndin segir frá myrkum kafla í Íslandssögunni, þegar yfirvöld stunduðu njósnir um konur og beittu ungar konur þvingunum og sviptu þær frelsi fyrir það eitt að eiga í samskiptum við erlenda setuliðsmenn á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. 

Skömmu eftir hernámið í seinni heimsstyrjöldinni fór allt á annan endann í íslensku samfélagi vegna samskipta kvenna við setuliðið. „Ástandsstúlkur“ voru fordæmdar í dagblöðum og ráðamenn þjóðarinnar töluðu um að lauslæti og skækjulifnaður ógnaði íslensku þjóðerni og þjóðarsóma. Í kjölfarið var gripið til fordæmalausra mannréttindabrota; sjálfræðis- og frlesissviptinga ungra kvenna undir yfirskyni björgunar. Heimildamyndin Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum: Lauslæti og landráð sviptir hulunni af myrkum kafla sögunnar sem hefur legið í þagnargildi í áratugi. 

Leikstjóri myndarinnar er Alma Ómarsdóttir. Hún er með Mastersgráðu í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands. Við gerð myndarinnar fékk Alma aðgang að gögnum á Þjóðskjalasafni Íslands, sem eru lokuð almenningi og hafa verið innsigluð í áratugi. Alma er fréttamaður hjá RÚV. Hún hefur áður gert stuttu heimildamyndina Maður verður að vera flottur, sem segir frá ungri konu sem tekur þátt í módelfitness. Hún var valin til sýningar á Reykjavik Shorts&Docs árið 2013 og hefur síðan verið sýnd á kvikmyndahátíðum víða um heim. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant