Enginn er svona mikils virði

Gwyneth Paltrow vill fá sömu laun og karlkyns leikarar.
Gwyneth Paltrow vill fá sömu laun og karlkyns leikarar. mbl.is/AFP

Leikkonan Gwyneth Paltrow er óánægð með kjör kvenna í Hollywod, en hún sló föstum skotum á kvikmyndaiðnaðinn í viðtali á dögunum. Vefurinn Contactmusic greindi frá þessu.

Gagnrýni Paltrow beinist einkum að launum leikarans Robert Downey Jr. sem lék á móti leikkonunni í kvikmyndunum Iron Man og The Avengers. Downey Jr. var launahæsti leikarinn árið 2015 samkvæmt lista Forbes, en hann halaði inn 80 milljónum dollara fyrir tímabilið ágúst 2014 – ágúst 2015.

„Sjáiði til, enginn er svona mikils virði líkt og Robert Downey Jr. Þið yrðuð eflaust furðu lostin ef þið vissuð hver launamunurinn er.“

„Þetta gerir manni gramt í geði og er særandi. Launin manns eru leið til að meta hvers virði maður er. Ef karlmenn fá miklu hærri laun fyrir sömu vinnu er það ansi skítt.“

Launamunur í Hollywood hefur verið mikið í umræðunni undanfarið, sér í lagi eftir Sony-lekann þar sem fram kom að leikkonan Jennifer Lawrence fékk mun minna borgað fyrir leik sinn í myndinni American Hustle heldur en karlkyns mótleikarar hennar. Patricia Arquette gerði málefninu einnig skil í ræðu sinni á Óskarsverðlaunahátíðinni, auk þess sem Amanda Seyfried hefur greint frá því að hún þéni aðeins 10% af því sem karlkyns mótleikarar hennar hala inn.

Ef listi Forbes er skoðaður má sjá að launahæstu leikararnir þéna að jafnaði 119% meira heldur en launahæstu leikkonurnar, þrátt fyrir að þær komi fram í stórum hlutverkum í kvikmyndum sem flokka má sem stórsmelli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson