Jackass-stjarna í fangelsi

Steve O er ötull talsmaður gegn dýraníði.
Steve O er ötull talsmaður gegn dýraníði. mbl.is/AFP

Stephen Glover, betur þekktur sem Steve-O úr þáttunum Jackass, hefur verið dæmdur í 30 daga fangelsi eftir mótmæli sem hann skipulagði gegn skemmtigarðinum SeaWorld.

Contactmusic greindi frá því að Glover hefði klifrað upp í háan byggingarkrana við Sunset Boulevard í Hollywood, þar sem hann kom fyrir uppblásnum háhyrningi sem á stóð „Seaworld sucks“. Auk þess sprengdi hann flugelda á toppi kranans.

Lögregla og slökkvilið voru kölluð á staðinn, en Glover klifraði þó niður af sjálfsdáðum. Þegar niður kom var hann handtekinn fyrir að fara inn á lóð í leyfisleysi og stunda myndbandsupptökur án þess að hafa fyrir þeim tilskilin leyfi.

Áhættuleikarinn sér ekki eftir gjörðum sínum, því eftir atvikið deildi hann mynd með fylgjendum sínum á Instagram þar sem meðal annars sem stóð:

„Ég meina, ef þú ætlar að vekja athygli á málstað dýra sem haldið er í ánauð gætir þú allt eins látið loka þig inni.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Glover mótmælir SeaWorld því í fyrra klifraði hann upp á vegaskilti sem vísar veginn í skemmtigarðinn í Orlando. Þar kom hann fyrir skilti fyrir aftan nafn garðsins sem á stóð „sucks“.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson