Daniel Craig sagt að „halda kjafti“

Daniel Craig við tökur á nýjustu Bond-myndinni.
Daniel Craig við tökur á nýjustu Bond-myndinni. AFP

Stjórnendur bandaríska afþreyingarrisans Sony hafa sagt breska leikaranum Daniel Craig að „halda kjafti“ og hætta að tala illa um hlutverk sitt í kvikmyndunum um ofurnjósnarann James Bond. Craig sagði meðal annars nýverið að hann skæri sig frekar á púls en að taka að sér að leika njósnarann í fleiri kvikmyndum.

Leikarinn, sem leikur James Bond í fjórða sinn í kvikmyndinni Spectre sem væntanleg er í kvikmyndahús, hefur sagt frá því í fjölmiðlum að hann vilji hætta að leika njósnarann og fara að leika eitthvað annað. Haft er eftir ónafngreindum heimilarmanni á fréttavef Daily Telegraph að Craig telji hæfileikum sínum sóað með því að leika Bond. Þá hafi hann ekki enn leikið í kvikmynd sem slegið hefur í gegn fyrir utan Bond-myndirnar og hann kenni þeim um það.

Craig hefur þó sagt að hann viti ekki hvað tæki við ef hann hætti að leika James Bond. Ef hann tæki ákvörðun um að leika njósnarann einu sinni enn yrði það bara fyrir peningana.

Frétt mbl.is: Myndi frekar skera sig á púls

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson