Vildi ekki vera „erfið“ og „ofdekruð“

J-Law er hneyksluð á kynjamisrétti í Hollywood.
J-Law er hneyksluð á kynjamisrétti í Hollywood. AFP

Ein stærsta stjarna Hollywood, Jennifer Lawrence, birti í dag hispurslausan pistil um kynjamisrétti í kvikmyndaiðnaðinum á femínísku vefsíðunni Lenny sem er í eigu skapara þáttaraðarinnar Girls, Lenu Dunham.

Í pistlinum segist Lawrence ekki hafa komist að því að hún fengi lægri laun en meðleikarar sínir í kvikmyndinni American Hustle fyrr en tölvupóstum frá Sony Pictures var lekið í fjölmiðla af tölvuþrjótum í fyrra. Segist hún ekki hafa reiðst Sony heldur sjálfri sér. Hún hafi gefið eftir of snemma í launaviðræðunum af ótta við að fá á sig stimpil fyrir að vera erfið eða ofdekruð.

„Ég væri að ljúga ef ég segði ekki að viljinn til að vera vel liðin hefði ekki verið áhrifavaldur á ákvörðun mína að semja án þess að fara í hart af nokkurri alvöru,“ skrifar Lawrence.

„Á þeim tíma virtist það fín hugmynd, þar til ég sá launaseðilinn á internetinu og áttaði mig á því að allir mennirnir sem ég var að vinna með höfðu klárlega ekki áhyggjur af því að vera „erfiðir“ eða „ofdekraðir“.

Óskarsverðlaunahafinn bætti við að karlkyns kollegar hennar hefðu virst pirraðir þegar hún deildi áliti sínu á kynjamismunun í bransanum.

„Ég er komin yfir það að reyna að finna „krúttlega“ leið til að segja skoðun mína og vera enn viðkunnanleg! Fokk það!“ skrifar Lawrence. „Ég held að ég hafi aldrei unnið fyrir mann í stjórnunarstöðu sem eyddi miklum tíma í að íhuga hvaða nálgun hann ætti að nota til að láta rödd sína heyrast. Hún heyrist bara.“

Hún sagði einnig að henni fyndist það móðgandi að í einum af Sony póstunum sem láku væri leikkonan Angelina Jolie kölluð „ofdekruð frekjudós“.

„Af einhverjum ástæðum get ég ekki séð fyrir mér neinn segja þetta um karlmann.“

Lawrence er 25 ára gömul og vann Óskarsverðlaunin fyrir hlutverk sitt í Silver Linings Playbook. Hún er með yngri stjörnum Hollywood en er einnig ein þeirra best launuðu og var efst kvenna á lista Forbes yfir best launuðu leikarana árið 2015. En þó svo að Lawrence hafi fengið 52 milljónir Bandaríkjadala í laun á síðasta ári er það samt sem áður næstum 30 milljónum minna en Robert Downey Jr. sem var efstur á listanum yfirhöfuð þriðja árið í röð með 80 milljónir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson