Enn kvartar prinsinn sem fær ekki að vera konungur

Margrét Danadrottning og Hinrik prins.
Margrét Danadrottning og Hinrik prins. www.kongehuset.dk

Drottningarmaðurinn Hinrik prins hefur nú í áttunda skipti kvartað yfir því opinberlega að fá ekki að vera konungur fyrst hann er giftur drottningu. Berlingske greinir frá því að í þetta skipti ræði hann sorgarsöguna við blaðamanninn Stéphane Bern fyrir Le Figaro en Bern heimsótti prinsinn og Margréti Þórhildi Danadrottningu í höll þeirra á vínekru í Cayx.

Bern spyr hinn 81 árs prins hvort hann sé enn plagaður af titlinum sem hann fær ekki.

„Afhverju vera bara prins og hans hátign (d. Højhed) en ekki hans hágöfgi (d. Majestæt)? Ég hef sjálfur ákveðið að kalla mig drottningarmann til að finna stað í dönsku samfélagi sem og tilgang og stöðu í starfi mínu sem prins. Það gerir mig reiðan að verða fyrir misrétti. Danmörk, sem er annars þekkt fyrir að vera dyggur málsvari jafnréttis kynjana, er greinilega viljug til að sjá eiginmenn sína sem minna virði en eiginkonur sínar.“

Drottningarmaðurinn kvartaði fyrst yfir titli sínum í sjálfsævisögu árið 1996. Síðan hefur hann tjáð sig við mörg aðskilin tilefni og hefur þessi ræða hans orðið algengari með tíð og tíma. Síðast kvartaði hann yfir titilleysi sínu í febrúar við hollenska blaðamenn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant