Kate Hudson tjáir sig um skilnaðinn

Matt Bellamy og Kate Hudson á meðan allt lék í …
Matt Bellamy og Kate Hudson á meðan allt lék í lyndi. mbl.is/AFP

Leikkonan Kate Hudson sagði skilið við unnusta sinn Matthew Bellamy, söngvara sveitarinnar Muse, í fyrra. Þau greindu frá því að þau hefðu sagt skilið við hvort annað í lok árs, en hafa síðan ekki tjáð sig um málefni sín við fjölmiðla. 

E-online greindi frá því að Hudson hefði tjáð sig um skilnaðinn í fyrsta sinn á dögunum, en hún prýðir forsíðu tímaritsins Allure.

„Sambandsslit eru sársaukafull. Ef samband okkar hefði verið gott værum við ennþá saman. Við kusum að halda í sitthvora áttina því við höfðum ólíkar hugmyndir um hvernig við vildum lifa lífinu. Það þarf þó ekki að þýða að við getum ekki byggt upp samband sem er börnunum fyrir bestu.“

Saman eiga Hudson og Bellamy soninn Bingham Bellamy, auk þess sem Hudson á son úr fyrra sambandi. Frá því að sambandið leið undir lok hafa þau leitast eftir því að eiga jákvæð samskipti til að auðvelda börnunum viðbrigðin.

„Við ákváðum að við þyrftum að skapa umhverfi fyrir börnin þar sem þeim finnst þau vera að græða eitthvað, fremur en að missa eitthvað. Þetta hefur verið fremur átakalaus breyting. Krakkarnir vilja bara að foreldrarnir hafi það gott. Allir eru í lagi og allir hafa það fínt.“

Erlendir fjölmiðlar hafa mikið velt því fyrir sér hvort  leikkonan sé að slá sér upp með söngvaranum Nick Jonas úr hljómsveitinni The Jonas Brothers, en þau hafa oftsinnis sést saman undanfarið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson