Dansað fram á nótt að Hlíðarenda

Tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves lýkur í kvöld.
Tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves lýkur í kvöld.

Tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves lýkur með látum í Vodafone höllinni í kvöld, þar sem sveitirnar Hot Chip og FM Belfast munu meðal annarra skemmta lýðnum fram á nótt. Grímur Atlason hátíðarstjóri segir hátíðina hafa gengið vel í ár.

Gott að hafa smá raðir

„Hún hefur gengið alveg glimrandi. Ekki hefur verið mikið um raðir og álagið virðist hafa dreifst mjög vel, þar sem allir staðir hafa verið vel þéttir. Það er kúnstin - það er gott að hafa smá raðir en þær mega ekki vera of langar.“

Níu þúsund manns eiga armbönd merkt hátíðinni til að komast inn á tónleikastaði og því ljóst að umfang hennar er verulegt. Grímur segir að stærðin sé á pari við það sem var á síðasta ári. „Off-venue dagskráin er kannski aðeins stærri en í fyrra auk þess sem það eru fleiri atriði á dagskrá en í fyrra,“ segir Grímur og bætir við að off-venue dagskrána sækja um það bil sextíu þúsund manns.

Sunnudagskvöldið stærsta kvöldið?

Aðspurður hvort sunnudagskvöldið sé stærsta kvöldið á hátíðinni segir hann það velta á ýmsu. „Það fer eftir því hvernig á það er litið. Hvort sem það er Gus Gus, Beach House, Bubbi og Dimma, Mercury Rev, Saun & Starr eða Hot Chip í kvöld, það fer bara eftir því hvar þú ert staddur í tónlistarsmekknum. En þetta er auðvitað stærsti salurinn, hingað komast um 2.600 manns.“

Grímur áréttar að allir armbandshafar eigi greiða inngöngu í húsið á meðan húsrúm leyfir, en tilkynning verður send út um leið og húsið fyllist. Hann býst við góðu fjöri á þessu lokakvöldi.

„Við keyrum þetta inn í nóttina og deyjum loks í gleði og sátt. Þungur hnífur.“

Grímur Atlason hátíðarstjóri.
Grímur Atlason hátíðarstjóri. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson