Lífið sem Kim Jong-un eftirherma

"Kim Jong-um" tók sig vel út á Rauða torginu í Moskvu Af Facebook

Með sínar mjúku kinnar, svarta klæðnað skínandi skó, er Kim Jong-un einn auðþekkjanlegasti þjóðarleiðtogi heims. En hann er á sama tíma einn sá þjóðarleiðtogi sem mest grín er gert af um allan heim.

Nú eru menn til sem starfa einfaldlega við það að líta út eins og Kim Jong-un og herma eftir honum. Þeir birtast á fótboltaleikjum, háskólasvæðum og jafnvel á fundum stjórnmálaflokka og mótmælum.

Samkvæmt grein The Guardian er það alls ekki slæmt starf. Ein eftirherman, sem kallar sig Howard, fékk að hitta poppstjörnuna Katy Perry á Grammy verðlaununum fyrr á þessu ári. Annar, sem kallar sig Jeremy, segist hafa farið í sleik við 40 konur þegar hann fór, í karakter, á ruðningsmót í Hong Kong í mars. Hann sást einnig þamba bjór í hópi fólks.

Howard heldur því fram, að persónan hans, sem hann kallar „Kim Jong-um“ sé fyrsta atvinnu Kim Jong-un eftirherman en hann og Jeremy eru keppinautar. Howard markaðsetur sig sem „næst því sem þú kemst að leiðtoganum kæra án þess að fara til Norður Kóreu“ og viðurkennir það fúslega að hann gerir „allt fyrir peninga“.

„Þetta byrjaði 1. apríl 2013. Ég setti inn myndir af mér með Kim Jong-un klippingu. Tveimur vikum síðar fékk ég símtal þar sem mér var boðið að leika í hamborgara auglýsingu,“ lýsti Howard.

Hann er þó ekki aðeins í auglýsingunum.  „Kim Jong-um“ mætti á sigurhátíðina í Moskvu fyrr á þessu ári. Hinn raunverulegi leiðtogi, Kim Jong-un var á gestalistanum en mætti ekki, þá ákvað „Kim Jong-um“ að skella sér. Að sögn Howard skildu flestir íbúar Moskvu brandarann og margir báðu um myndir með honum. En aðrir skildu ekki alveg hvað var í gangi og spurðu m.a. af hverju hann væri á ferðinni „án fylgdarliðs“.

Umfjöllun The Guardian um Kim Jong-un eftirhermur má sjá hér í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant