Vildi gerast sýndarkærasti netstjörnu

Essena O'Neill stillir sér upp fyrir Instagram.
Essena O'Neill stillir sér upp fyrir Instagram. Skjáskot Instagram

Ungstirnið Essena O‘Neill gerði allt vitlaust um daginn þegar hún hætti á samfélagsmiðlum. O‘Neill var með hálfa milljón fylgjenda á Instagram, 250 þúsund fylgjendur á Youtube og 60 þúsund fylgdust með henni á Snapchat, en hún þénaði töluvert á veru sinni á miðlunum.

O´Neill lýsti því yfir áður en hún sagði skilið við miðlana að sú ímynd sem hún hefði haldið á lofti væri tilbúningur einn og hefði einungis fært henni óhamingju.

Nú hefur hún varpað annarri sprengju, en hún greindi frá því á nýrri heimasíðu sinni, Lets be Game Changers að karlkyns fyrirsæta hefði nálgast hana og boðið henni að gerast sýndarkærastan hans á netinu. Með því móti gætu þau bæði öðlast mun fleiri fylgjendur og grætt háar fjárhæðir. Daily Mail greindi frá þessu.

„Hann minntist á önnur pör sem hefðu verið að gera það sama. Hann sagði að ef við værum par gætum við ferðast okkur að kostnaðarlausu og að fylgjendum okkar beggja myndi fjölga. Við gætum gert Youtube-myndbönd saman og grætt fullt af peningum.“

„Hann sagði að þetta væri þekkt í bransanum, að þetta væri í raun og veru mjög snjallt og ég ætti að hugleiða þetta sem viðskiptatilboð.“

„Það kom mér í opna skjöldu að uppgötva að þessi manneskja var bara að eltast við mig því ég var með fullt af fylgjendum, að ég virtist nokkuð áhyggjulaus og liti vel út á myndum.“

Frétt mbl.is: Lygin á samfélagsmiðlum

Essena O'Neill sendir samfélagsmiðlum tóninn: Hér er hún fimmtán ára …
Essena O'Neill sendir samfélagsmiðlum tóninn: Hér er hún fimmtán ára gömul í æfingarfatnaði þar sem hún bætir við texta um það hvernig talning á kaloríum og öfgafullar æfingar urðu að daglegri rútínu í hennar lífi. Skjáskot af Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler