Beckham berst fyrir nafnbótinni

David Beckham hyggst verja titilinn, kynþokkafyllsti karlmaður heims, með kjafti …
David Beckham hyggst verja titilinn, kynþokkafyllsti karlmaður heims, með kjafti og klóm. mbl.is/AFP

David Beckham var á dögunum krýndur kynþokkafyllsti karlmaður heims af tímaritinu People. Nú tæpri viku síðar hefur hann eignast keppinaut, sem heldur því fram að hann sé kynþokkafyllsta fyrirsæta veraldar.

Beckham lætur slíkt að sjálfsögðu ekki yfir sig ganga, heldur svaraði fullum hálsi á Instagram-síðu sinni í morgun.

„Ég er nýkrýndur og þessi maður er strax farinn að reyna að stela athyglinni frá mér. Aftur!“

Eins og sjá má prýðir leikarinn Ben Stiller, í gervi Derek Zoolander, forsíðuna tímaritsins People að þessu sinni, en þar stendur stórum stöfum „kynþokkafyllsta fyrirsæta veraldar, Derek Zoolander“.

Það er augljóslega stormasamt á toppnum.

Frétt mbl.is: Fólk hvatt til að sniðganga Zoolander 2

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson