Elskar tíðahvörfin

Angelina Jolie Pitt og eiginmaður hennar Brad Pitt mæta á …
Angelina Jolie Pitt og eiginmaður hennar Brad Pitt mæta á frumsýningu kvikmyndarinnar By the Sea, sem Jolie bæði skrifaði handrit að og leikstýrði. mbl.is/AFP

Angelina Jolie greindi frá því fyrr á árinu að hún hefði gengist undir aðgerð þar sem eggjastokkar hennar voru fjarlægðir. Leikkonan hafði einnig látið fjarlægja bæði brjóst sín sem fyrirbyggjandi meðferð, en Jolie er arfberi BRCA1 gensins sem eykur líkur á krabbameini í brjóstum og eggjastokkum.

Seinni aðgerðin sem leikkonan gekkst undir olli því að hún fór á snemmbúið breytingarskeið. Hún hefur alla tíð talað opinskátt um aðgerðirnar, og lýsti því meðal annars yfir í viðtali á dögunum að henni gangi vel að takast á við lífið eftir aðgerðirnar. Contactmusic greindi frá.

„Í raun og veru elska ég að vera á breytingarskeiðinu. Ég hef alls ekki brugðist illa við því, þannig að ég er mjög lánsöm. Mér finnst ég vera eldri, og mér líður vel með það.“

Jolie greindi einnig frá því að hún hefði engan áhuga á að vera yngri en árin segja til um.

„Ég myndi ekki aftur vilja vera á þrítugs- eða fertugsaldrinum. Ég hélt að ég yrði ekki langlíf og hef lengi haft áhyggjur af dauðanum og krabbameini. Ég held að ég hafi mikið til lifað fyrir sérhvern dag. Nú hef ég komið mér vel fyrir í lífinu með Brad og börnunum.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant