Leggja inn á framtíðina

Sónar Reykjavík fer fram í Hörpu í febrúar.
Sónar Reykjavík fer fram í Hörpu í febrúar. Ljósmynd/Sónar

Skráning er hafin á námskeiðið Sónar krakkar sem haldið er af Símanum í samstarfi við Sónar Reykjavík, Epli og Hörpu.

Líkt og í fyrra þykir ljóst að færri muni komast að en vilja en á námskeiðunum læra krakkar á aldrinum níu til þrettán ára tónlistarsköpun með aðstoð sérfræðinga.

„Þau fá tækifæri til að læra að búa til tónlist á iPad,“ segir Björn Steinbekk hjá Sónar hátíðinni. „Fyrir okkur snýst þetta um að leggja aðeins inn á framtíðina og gera krökkunum kleift að sjá möguleikana.“

Björn segir viðtökurnar á námskeiðinu á síðustu hátíð hafa verið frábærar og að þá hafi yfir 300 börn skráð sig. Aðeins 48 pláss eru í boði en sérstaklega er passað upp á að taka inn þátttakendur í jöfnum kynjahlutföllum. 

Þátttakendur þurfa ekki að hafa nokkurn bakgrunn eða menntun í tónlist en brennandi áhugi er skilyrði. Börnin þurfa heldur ekki að eiga sinn eigin iPad þar sem Síminn sér námskeiðinu fyrir þeim.

„Krakkarnir þurfa bara að mæta og vera viljug og áhugasöm um að læra. Þetta er algjörlega ókeypis og endar fríum tónleikum fyrir mömmu og pabba.“

 Björn Kristjánsson tónmenntakennari fer fyrir verkefninu en hann hefur sjálfur gefið út tónlist undir listamannsnafninu Borko leikið með sveitum á borð við FM Belfast, Skakkamanage, Prins Póló og Royal. Honum til halds og trausts er Rúna Esradóttir tónmenntakennari sem hefur flutt tónlist um allt land með manni sínum, Mugison, og verið honum innan handar við útsetningar og upptökur. Þar að auki koma góðir gestatónlistarmenn og hitta krakkana og má þess geta að í fyrra litu Hermigervill og DJ fllugvél og geimskip við.

Sónar krakkar fer fram í tveimur hollum: 15. og 16. febrúar og 17. og 18. febrúar.

Hægt er að ská sig með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson