Latur eða einstaklega snjall?

Stundum væri gott ef kaffivélin væri aðeins fljótari að útbúa …
Stundum væri gott ef kaffivélin væri aðeins fljótari að útbúa kaffið. AFP

Sumir eru einstaklega duglegir að vinna og gera allt samkvæmt bókinni meðan aðrir leita sér ávallt leiða til að einfalda hlutina og bæta framleiðni. Það má reyndar deila um hvort sú einföldun sem komi fram í þessari frétt auki framleiðni, en það verður þó ekki deilt um það að viðkomandi starfsmaður horfði út fyrir hið umtalaða box og framkvæmdi hluti sem margir láta sér bara detta í hug en láta síður verða af.

Nýlega birtist á vefnum JitBit færsla þar sem því var útlistað þegar starfsmenn ónafngreinds fyrirtækis fóru að skoða „arfleið“ verkfræðings sem var nýlega hættur hjá fyrirtækinu. Eins og það er orðað í færslunni var starfsmaðurinn harðkjarna tölvunjörður sem bjó til skriftur (e. Script) fyrir öll þau verkefni sem tóku hann meira en 90 sekúndur að framkvæma.

Meðal skrifta sem samstarfsmennirnir grófu upp var meðal annars kóði sem sendi konunni hans sjálfkrafa skilaboð ef hann var enn að vinna í kerfum fyrirtækisins eftir klukkan níu á kvöldin. Ekki bara það, heldur valdi kerfið ástæðu af handahófi og lét fylgja með í skilaboðunum.

Svipað var upp á teningnum ef starfsmaðurinn var ekki byrjaður að vinna í kerfum fyrirtækisins klukkan níu á morgnana. Þá fór tölvupóstur á yfirmann hans með handahófskenndum skýringum sem voru allt frá veikindum yfir í að vera læstur úti.

Þá er ljóst að starfsmaðurinn þurfti oft að glíma við vandræði frá öðrum starfsmanni, en þegar tölvupóstur barst frá honum þar sem orðin „hjálp“ „vandamál“ eða „afsakið“ komu fram var síðasta öryggisafrit af kerfi notandans sótt og sett upp á ný og sjálfkrafa póstur sendur sem sagði „engar áhyggjur félagi, vertu varkár næst.“

Að lokum er örugglega áhugaverðasta og nytsamlegasta skriftan af þeim öllum, allavega fyrir hinn venjulega skrifstofustarfsmann. Skrifta með nafninu „fuckingcoffee.sh“ var forrituð þannig að hún beið í nákvæmlega 17 sekúndur og sendi svo beiðni á kaffivélina á skrifstofunni á „hrognamáli“ um að útbúa millistærð af hálfkoffínlausu mjólkurblönduðu kaffi og bíða svo í 24 sekúndur áður en hellt var í bollann. Þessi tímalengt var einmitt sá tími sem það tók að labba frá borði starfsmannsins að kaffivélinni til að setja bollann undir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant