Jennifer Lawrence í leikstjórastólinn

Jennifer Lawrence er ýmsum hæfileikum gædd, en nú ætlar hún …
Jennifer Lawrence er ýmsum hæfileikum gædd, en nú ætlar hún að setjast í leikstjórastólinn. mbl.is/AFP

Jennifer Lawrence er ekki við eina fjölina felld, því hún er ekki aðeins afar farsæl leikkona, heldur ætlar hún núna að færa út kvíarnar og taka sér sæti fyrir aftan tökuvélarnar, sem leikstjóri.

Lawrence samþykkti nýlega að leikstýra kvikmynd sem hefur hlotið titilinn Project Delirium.

„Handritið er byggt á grein um andlegan hernað á sjöunda áratugnum, eins og sýrutilraun sem hefur farið hræðilega úrskeiðis“ sagði Lawrence í viðtali við Entertainment Weekly.

„Mig hefur langað að leikstýra kvikmynd síðan ég var 16 ára og hef allar götur síðan hugleitt hvernig ég ætti að láta verða að því. Ég hefði ekki verið tilbúin ef ég hefði gert þetta fyrr, núna loksins finnst mér ég vera tilbúin.“

Kvikmyndin er, líkt og áður sagði, byggð á grein sem birtist í The New Yorker árið 2012, en greinin segir frá tilraunum herlækna með taugagas og LSD á meðan kalda stríðinu stóð.

Lawrence er ekki fyrsta kvikmyndastjarnan sem ákveður að venda sínu kvæði í kross og leikstýra, en leikkonan Angelina Jolie sendi til að mynda frá sér kvikmyndina By the Sea á fyrr árinu. Þess að auki hafa leikararnir Sean Penn, Ben Affleck, Julie Delpy, Sarah Polley og Jodie Foster, ásamt fleirum reynt fyrir sér sem leikstjórar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler