Appelsínugulur og sjaldgæfur apaungi

Nangua er nefndur í höfuðið á graskeri.
Nangua er nefndur í höfuðið á graskeri. Mynd af Facebook síðu Taronga

Nýlega fæddist api í Taronga dýragarðinum í Sydney í Ástralíu. Apinn er ekki einungis ótrúlega krúttlegur heldur er hann einnig appelsínugulur og af einni sjaldgæfustu apategund heims; Francois’ Langur.

Apakrílið hefur fengið nafnið Nangua, sem þýðir grasker á kínversku. Starfsmenn dýragarðsins tóku fyrst eftir honum í fangi móður sinnar hinn 7. nóvember sl. 

Apar af þessari tegund koma appelsínugulir að lit í heiminn en feldurinn verður dekkri með aldrinum. Tegundin er í útrýmingarhættu og er talið að einungis 800 slíkir apar lifi villtir í náttúrunni. Nangua er fjórði apinn af þessari tegund sem fæðist í dýragarðinum.

Francois’ Langur tegundin er nefnd í höfuð frakkans Auguste François sem var fyrsti vestræni maðurinn sem skrásetti tegundina.

Samkvæmt The Guardian hafa tveir apar skipst á því að sjá um ungann, annars vegar móðirin og hins vegar apinn Noel. Þegar Noel sér um apann gefst móðurinni færi á að hvílast og borða en um leið og apaskottið gefur frá sér einhver hljóð kemur móðirin hlaupandi samkvæmt starfsmanni dýragarðsins.

Mynd af Facebook síðu Taronga
Mynd af Facebook síðu Taronga
Mynd af Facebook síðu Taronga




mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson