Ver snjóbolta af miklum móð

Rétt er að minna á að kettir eru almennt ekki …
Rétt er að minna á að kettir eru almennt ekki hrifnir af snjóboltum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. mbl.is/Rax

Læðan Bella myndi sóma sér vel sem handboltamarkvörður ef eitthvað er að marka meðfylgjandi myndband, í það minnsta ef knötturinn væri úr snjó.

Í myndbandinu grípur Bella hvern snjóboltann á fætur öðrum án þess að blikna, stökkvandi út og suður og hæð sína í loft upp og lætur það ekki trufla sig þó hún lendi stöku sinnum á húsvegg.

Unnur Gunnarsdóttir eigandi Bellu segir þessa óvenjulegu hæfileika kisu hafa uppgötvast þegar Unnur var ólétt árið 2012. 

„Maðurinn minn var að safna snjó úti á svölum fyrir mig þar sem ég borðaði mikið af snjó á því tímabili og Bella byrjaði að slá í kornin sem féllu niður. Við höfðum uppgötvað áður að hún elskar að sækja dót og láta henda fyrir sig, svo að maðurinn minn prófaði að henda litlum snjóköggli fyrir hana og hún tók bara heljarstökk við að reyna að ná honum,“ segir Unnur.

„Núna er alltaf farið í smá snjókast við hana á veturna hvenær sem færi gefst, hún elskar snjó.“

Bella í marki :p

Posted by Unnur Gunnarsdóttir on Friday, November 27, 2015
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant