Dýr ávani Simon Cowells

Simon Cowell brosir breitt á frumsýningu kvikmyndar um hljómsveitina One …
Simon Cowell brosir breitt á frumsýningu kvikmyndar um hljómsveitina One Direction. mbl.is/AFP

Flestum er kunnugt um að reykingar eru ansi dýr ávani. Sér í lagi ef þú ert dómari í X-Factor þáttunum og þarft að greiða himinháa sekt þegar þú kveikir þér í einni í vinnunni.

Simon Cowell lætur það þó ekki aftra sér, enda efnaður maður. Í hvert sinn sem hann kveikir sér í sígarettu er hann sektaður um 100 pund, eða tæpar 20.000 krónur, sem honum finnst greinilega lítið gjald fyrir að fá að reykja.

Vefmiðillinn Mirror greindi frá því að hegðun Cowells fari ansi mikið í taugarnar á framleiðendum þáttanna, en hann kveikir sér ítrekað í sígarettum baksviðs. Samkvæmt reglugerðum eru reykingar ekki heimilaðar í upptökuverinu, sem staðsett er í London. Þess vegna var brugðið á það ráð að sekta Cowell í hvert sinn sem hann brýtur reglurnar, sem gerist alla jafna í hverju auglýsingahléi.

Cowell hefur greint frá því að áður hafi hann reykt allt að 40 sígarettur á dag, en nú vilji hann draga úr reykingunum vegna sonar síns sem er tæplega tveggja ára. Hann viðurkenndi þó að hann ætti erfitt með að losa sig við þennan leiða ávana, enda segist hann elska sígarettur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson