Kann betur að meta Caitlyn en Bruce

Kendall Jenner og systir hennar Kylie Jenner stilla sér upp …
Kendall Jenner og systir hennar Kylie Jenner stilla sér upp eins og þeirra er von og vísa. mbl.is/AFP

Kylie Jenner greindi frá því í viðtali við spjallþáttadrottninguna Ellen Degeneres að hún kunni betur að meta Caitlyn heldur en Bruce Jenner.

Eins og alþjóð eflaust veit gekkst Jenner undir kynleiðréttingarferli fyrr á árinu. Dóttir hennar, Kylie, segist leyndarmálið hafa hvílt þungt á fjölskyldunni þegar hún var að vaxa úr grasi, líkt og sjá má á frétt Daily Mail.

„Mér líður eins og það hafi alltaf verið þetta risa leyndarmál í fjölskyldunni.“

Kylie og systir hennar Kendall urðu báðar vitni að því þegar faðir þeirra laumaðist til að klæðast kvenmannsfötum þegar þær voru börn að aldri. Kylie segir að það hafi verið mikið feimnismál og hafi jafnan ekki verið rætt innan fjölskyldunnar.

„Nú er hún í raun og veru að upplifa sitt raunverulega sjálf, og það er æðislegt.“

Ungstirnið játar að eftir að Caitlyn kom út úr skápnum sem transkona nái þær betur saman, en nú eiga þær sameiginlegt áhugamál, förðunarvörur og tískuföt.

„Nú þegar það eru engin leyndarmál finnst mér við eyða meiri tíma saman.“

Jenner segist vilja berjast fyrir auknu umburðarlyndi og veita öðru ungu fólki í hennar stöðu innblástur.

„Ég held að strákar og stelpur á mínum aldri sjái hvað ég tek þessu öllu opnum örmum og geri þá hugsanlega slíkt hið sama.“

fam night

A photo posted by King Kylie (@kyliejenner) on Nov 7, 2015 at 6:45pm PST

Early birthday lunch with @caitlynjenner Happy birthday dad what an amazing year for you.

A photo posted by King Kylie (@kyliejenner) on Oct 27, 2015 at 2:07pm PDT

How is it that Caitlyn, Kourtney, and I ended up at the same restaurant tonight? Perks of having a huge family.

A photo posted by King Kylie (@kyliejenner) on Oct 8, 2015 at 9:38pm PDT




mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson