Ice T og Coco eignuðust stúlku

Ice-T eiginkona hans Coco Austin
Ice-T eiginkona hans Coco Austin mbl.is/AFP

Fyrsta barn fyrirsætunnar Coco og rapparans Ice T er komið í heiminn. Hjónin eignuðust stúlku á laugardaginn, en hún hefur hlotið nafnið Chanel Nicole.

Sú stutta er strax orðin fræg, en foreldrar hennar settu á laggirnar Instagram-og Twitter síðu í hennar nafni, en nú þegar eru þúsundir manna farnir að fylgjast með henni.

Hjónin eru að vonum skýjum ofar yfir frumburðinum, en Coco deildi stöðuuppfærslu á Facebook þar sem hún dásamar móðurhlutverkið.

Það er þó ekki alger dans á rósum að annast hvítvoðung, eins og hin nýbakaða móðir hefur fengið að kynnast.

„Afsakið þögnina, en ég er enn á spítala eftir að hafa fætt í gær. Ég hef átt fullt í fangi með að vera eins góð móðir og mér er unnt. Ég er svo skrambi ástfangin. Ég er nokkuð viss um að yfir mér vakir verndarengill því þetta gekk allt vonum framar.“

„Má ég samt segja eitt? Mér líður eins og að geirvörturnar mínar muni detta af, þær eru svo aumar vegna brjóstagjafarinnar. #nýmömmuvandamál.“

Sorry for the silence but still in hospital after giving birth yesterday. I've had my hands full focusing on being the...

Posted by Coco on 29. nóvember 2015

Just born and sharing a skin to skin contact moment with Mom

A photo posted by ChanelNicole (@babychanelnicole) on Nov 28, 2015 at 9:45pm PST





mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler