Eiginmaður Celine Dion látinn

Rene Angelil hafði barist við krabbamein í fjölda ára.
Rene Angelil hafði barist við krabbamein í fjölda ára. Mynd/Wikipedia

Rene Angelil, eiginmaður og umboðsmaður söngkonunnar Celine Dion, er látinn, 73 ára gamall. Hann hafði gengist undir nokkrar krabbameinsmeðferðir síðastliðna tvo áratugi.

„Fjölskyldan hefur óskað eftir því að fá að syrgja í friði. Fleiri upplýsingar verða gefnar á næstu dögum,“ sagði talsmaður söngkonunnar.

Síðasta sumar tilkynnti Dion að hún ætlaði að gera hlé á söngnum til að annast eiginmann sinn. Hún aflýsti fyrirhugaðri tónleikaröð sinni í Las Vegas og einnig tónleikaferð um Asíu sem átti að hefjast um haustið.

Síðustu ár ævi sinnar bjó Angelil í Las Vegas með Dion og þremur börnum þeirra, René-Charles, sem er 14 ára, og tvíburunum Eddy og Nelson, sem eru fimm ára.

Celine Dion uppi á sviði í nóvember síðastliðnum.
Celine Dion uppi á sviði í nóvember síðastliðnum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason