Björguðu grís úr snjóskafli

Wee Wee á leið í sveitina.
Wee Wee á leið í sveitina. Af Facebook síðu Perry Smith

Fjölskylda í Maryland ríki Bandaríkjanna varð hissa á dögunum þegar þau rákust á lítinn grís við hraðbraut. Grísinn litli var fastur í snjóskafli og voru þau ekki viss hvort hann væri lífs eða liðinn. Fjölskyldan hjúkraði grísnum á hóteli og hann lifði af.

„Ég hélt fyrst að þetta væri þvottabjörn,“ sagði fjölskyldufaðirinn Perry Smith í samtali við Buzzfeed. En hann ákvað að snúa við og athuga málið og grísinn litli blasti við. Þegar að Smith tók grísinn upp úr skaflinum gaf hann frá sér skært ískur og þá vissi fjölskyldan að grísinn væri lifandi. 

Fjölskyldan tók grísinn inn í bílinn og dóttir Smith vafði hann inn í peysuna sína. Þau laumuðu grísnum inn á hótelherbergið sitt, þar sem gæludýr voru ekki leyfð.

Fjölskyldumeðlimirnir skiptust á að sjá um grísinn sem skalf alla nóttina að sögn Smith. Grísinn liti var með kul bakvið eyrun og þar að auki með skrámur og marbletti.

Næsta morgunn gat grísinn drukkið vatn og borðað. Hann þorði þá loksins að skoða sig um á herberginu en hann svaf í baðkarinu. Fjölskyldan nefndi grísinn Wee Wee eftir ímynduðum vini frænda þeirra sem var einmitt grís. Þau komust fljótt að því að Wee Wee fannst bananar góðir.

We tried berries and oats but bananas are still his favorite

Posted by Elisabeth Roukis Smith on Sunday, January 24, 2016

Smith fjölskyldan gerði sér fljótt grein fyrir því að ekki væri hægt að hafa Wee Wee lengi inni á heimili þeirra í Chevy Chase í Maryland en þar er hann búinn að vera síðan á sunnudaginn. Smith fann á netinu dýraverndunarsvæði í Maryland sem tekur að sér ýmis dýr, meðal annars svín.  

Terry Cummings, stofnandi og forstjóri verndunarsvæðisins sagði í samtali við Buzzfeed að þau fái reglulega símtöl frá fólki sem finnur allskonar dýr á vegum ríkisins.

Sagði hann það algengast að grísir fyndust á vegunum þar sem að oft eru þeir fluttir í óöruggum bifreiðum. Hún telur að Wee Wee hafi einfaldlega dottið úr bíl á ferð.

Í samtali við Buzzfeed sagði Smith það hafa verið auðvelda ákvörðun að bjarga Wee Wee úr snjónum. „Hann var dýr í hættu,“ sagði hann og bætti við að öll fjölskyldan hafi verið sammála um það að bjarga grísnum.

Fjölskyldan fór með Wee Wee á dýraverndunarsvæðið í dag og ætla að heimsækja hann þangað reglulega.

Wee Wee fær sér banana.
Wee Wee fær sér banana. Af Facebook síðu Perry Smith
Wee Wee lætur fara vel um sig.
Wee Wee lætur fara vel um sig. Af Facebook síðu Perry Smith
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson