Terry Wogan látinn

Terry Wogan er látinn.
Terry Wogan er látinn. AFP

Breski sjónvarps- og útvarpsmaðurinn Terry Wogan, lést í dag 77 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein. Wogan var þekktastur fyrir að hafa stjórnað spjallþætti á BBC á níunda áratuginum og lýst Eurovision í þrjá áratugi. Samkvæmt tilkynningu frá fjölskyldu Wogan lést hann í dag eftir stutta baráttu við krabbamein. 

Wogan settist í helgan stein árið 2009 eftir farsælan feril í sjónvarpi og útvarpi. Hann var ef til vill þekktastur á seinni árum fyrir að hafa lýst Eurovision fyrir BBC á hverju árið frá árinu 1980 til 2008.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði í dag að missir þjóðarinnar væri mikill.

„Ég ólst upp við það að hlusta á hann í útvarpinu og horfa á hann í sjónvarpinu,“ skrifaði Cameron á Twitter. „Sjarmi hans og hnyttni fékk mig alltaf til að brosa.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant