„Myndi örugglega gera þetta allt öðruvísi“

Næst­kom­andi laug­ar­dags­kvöld fer fyrri und­an­keppni Söngv­akeppni Sjón­varps­ins fram í Há­skóla­bíói. Áhorf­end­ur hafa úr sex lög­um að velja í hvorri und­an­keppn­inni og næstu tvær vik­ur mun mbl.is gefa les­end­um sín­um ör­lítið nán­ari inn­sýn í fólkið að baki hverju og einu lagi enda er mik­il­vægt að vanda valið þegar þjóðaríþrótt­in Eurovisi­on er ann­ars veg­ar.

Gréta Salóme Stefánsdóttir er höfundur og flytjandi lagsins „Raddirnar“. Hún tók þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd í Baku árið 2012 ásamt Jóni Jósepi Snæbjörnssyni og fluttu þau lag Grétu „Never Forget“.

Því þótti mbl.is ekki úr vegi að spyrja hvort Gréta myndi gera eitthvað öðruvísi í ár, yrði hún valin til að standa á stóra sviðinu í Stokkhólmi. 

„Annað lag, annað ár, ég myndi örugglega gera þetta allt öðruvísi,“ sagði Gréta og hló. „En maður lærir mikið af því að gera þetta einu sinni og tekur reynsluna með sér, klárlega.“

Hún segir það að vinna lag upp úr engu og vita af því að 200 milljónir manna munu hlusta á það í Eurovision vera magnaða tilfinningu.

Þrjú lög kom­ast áfram úr hvorri und­an­keppni auk þess sem dóm­nefnd hef­ur mögu­leika á að hleypa sjö­unda lag­inu áfram, telji hún það eiga sér­stakt er­indi í úr­slit. Fylg­ist áfram með á mbl.is þar sem öll­um kepp­end­um verða gerð skil á næstu dög­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson