Ný íslensk þáttaröð hlýtur styrk

Ragnar Bragason, leikstjóri.
Ragnar Bragason, leikstjóri. mbl.is/Þórður

Íslenska sjónvarpsþáttaröðin Fangar hlýtur styrk úr Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Þegar hafa þættirnir verið seldir til allra ríkissjónvarpa á Norðurlöndunum og til Canal + í Póllandi. Leikstjóri þáttanna verður Ragnar Bragason og munu tökur hefjast í maímánuði.

Styrkveitingin kemur fram í nýrri tilkynningu á vefsíðu sjóðsins.

Mar­grét Örn­ólfs­dótt­ir og Ragn­ar Braga­son skrifa hand­ritið en þáttaröðin hefur þegar hlotið stuðning Kvik­mynda­miðstöðvar Íslands. Áætlað er að þættirnir verði sýndir á RÚV vet­ur­inn 2016/​2017 en þeir eru byggðir á hug­mynd leikkvennanna Unn­ar Asp­ar Stef­áns­dótt­ur og Nínu Daggar Fil­ipp­us­dótt­ur.

Misharðnaðir glæpamenn í kvennafangelsi

Þáttaröðin er sögð fjalla um aðal­per­són­una Lindu og hvernig líf henn­ar hryn­ur þegar hún er færð í kvennafang­elsi í Kópa­vogi eft­ir að hafa ráðist á föður sinn, þekkt­an mann úr viðskipta­líf­inu og veitt hon­um lífs­hættu­lega áverka.

Í fang­els­inu hitt­ir Linda fyr­ir aðrar kon­ur sem hafa farið út af spor­inu í líf­inu, mis­harðnaða glæpa­menn sem all­ar hafa sögu að segja úr heimi grimmd­ar og of­beld­is. Enginn veit hins vegar að hún hefur að geyma myrkt leyndarmál sem sundrað gæti fjölskyldu hennar en jafnframt tryggt henni frelsi.

Í þáttunum leika einnig þær Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir og Kristbjörg Kjeld. Þá er BAFTA-verðlaunahafinn Valdís Óskarsdóttir klippari þáttanna. Fram­leiðend­ur eru Davíð Óskar Ólafs­son og Árni Fil­ipp­us­son fyr­ir Mystery Producti­ons og Vest­urport. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson