Drekaprins fæddur í Bútan

Mynd sem gefin var út af konungsparinu þegar tilkynnt var …
Mynd sem gefin var út af konungsparinu þegar tilkynnt var um að von væri á ríkiserfingjanum smáa.

Konungur og drottning Bútan tilkynntu í morgun um fæðingu lítils prins, þegnum hins afskekkta konungsveldis Himalayafjallanna til mikillar gleði.

Jigme Khesar Namgyel Wangchuck konungur og Jetsun Pema drottning tóku á móti drengnum án í Lingkana höllinni í höfuðborg Bútan, Thimphu í gar, samkvæmt tilkynningu frá fjölmiðlaskrifstofu hans hátignar. Eru hinir nýbökuðu foreldrar og fjölskyldur þeirra sagðar fullar af djúpri gleði í tilkynningunni.

„Fyrir blessun verndargoða Bútan og verndara dharma (himnesks sannleika) og bænir bútönsku þjóðarinnar, eru hennar hátign og hans hágöfgi Gyalsey (prins) bæði við fullkomna heilsu.“

Fæðingu prinsins var fagnað með helgum hefðum bútans þar sem Je Khenpo, andlegur leiðtogi þjóðarinnar, hvers meirihluti aðhyllist búddatrú, hafði umsjón með trúarlegri viðhöfninni.

Enn hefur ekki verið tilkynnt um nafn barnsins.

Bútan er í Suður-Asíu og þekkt sem „hið síðasta Shangri-La“ og er einna þekktast fyrir að sniðganga hefðbundna mælikvarða á efnahagslega velmegun en notast þess í stað við samantektir um verga þjóðarhamingju.

Konungnum unga og drottningunni er oft líkt við hliðstæður sínar í Bretlandi, Vilhjálm og Katrínu, sem munu heimsækja Bútan í vor í opinberri ferð sem inniheldur einnig viðkomu í Indlandi.

Wangchuck er fimmti Druk Gyalpo bútönsku þjóðarinnar en sú nafngift merkir Drekakonungurinn. Hann tók formlega við krúnunni árið 2008, tveimur árum eftir að faðir hans sagði af sér, og giftist drottningu sinni við hátíðlega athöfn árið 2011 við ævintýralega athöfn sem var stærsti fjölmiðlaviðburður í sögu ríkisins.

Engir vegir eða opinberir gjaldmiðlar voru í Bútan þar til á sjöunda áratug síðasta aldar og erlendir ferðamenn fengu ekki að koma til landsins fyrr en 1974. Síðan þá hefur landið tekið hröðum framförum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson