Allir með kvikmyndavél í vasanum

F.v. Jón Gnarr heiðursgestur, Þórunni Magneu Magnús heiðursveðlaun, Hrafn Helga …
F.v. Jón Gnarr heiðursgestur, Þórunni Magneu Magnús heiðursveðlaun, Hrafn Helga Helgason besta stuttmyndin FÁ, Bjarki Þór Ingimarsson besti leikur FÁ, Hauk Hafliða Nínuson besta tækniútfærslan Borgó, Hörð Má Bjarnason áhorfendaverðlaun FÁ og Eva Sigurðardóttir heiðursgestur.

Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna fór fram í Bíó Paradís í gær í annað skipti. Hátíðin er aðalverkefnið í sérstökum áfanga sem kenndur er í Fjölbrautaskólanum við Ármúla og fjallar um starfsemi menningarstofnana og hátíða.

„Nemendur vinna að verkefninu af fullri alvöru, safna ekki einungis saman myndum frá nemendum í framhaldsskólum landsins til að sýna, heldur vinna öll þau verkefni sem ein kvikmyndahátíð krefst. Þau hanna m.a. sýningarskrá, plakat, heimasíðu, veglega verðlaunagripi og ýmislegt annað sem til þarf við framkvæmd slíkrar hátíðar,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.

Eva Sigurðardóttir kvikmyndaleikstjóri og Jón Gnarr, dagskrárstjóri 365 miðla, voru heiðursgestir hátíðarinnar að þessu sinni en í dómnefnd sátu Hrafnhildur Gunnarsdóttir, kvikmyndaleikstjóri og formaður Félags kvikmyndagerðarmanna, dr. Margrét Elísabet Ólafsdóttir, lektor við HA, og Valdimar Flygenring leikari. Eftirtaldir aðilar hlutu verðlaun:

Besta stuttmynd KHF: Einsemd eftir Hrafn Helga Helgason, nemanda í Fjölbrautaskólanum við Ármúla.

Besta tæknilega útfærða mynd KHF: Kría Cycles eftir Hauk Hafliða Nínuson, nemanda í Borgarholtsskóla.

Best leikna mynd KHF: Yfirheyrsla eftir Kristján Jóhann Júlíusson, en í aðalhlutverki var Bjarki Þór Ingimarsson, báðir nemendur við Fjölbrautaskólann við Ármúla. Kristján er nýútskrifaður.

Áhorfendaverðlaun: Mario Party eftir Hörð Má Bjarnason, nemanda í Fjölbrautaskólanum við Ármúla.

Heiðursverðlaun voru afhent leikkonunni Þórunni Magneu Magnúsdóttur, en hún lék aðalhlutverkið í verðlaunamyndinni Einsemd.

„Þau sem standa að hátíðinni vonast til þess að hún verði nemendum í sem flestum framhaldsskólum landsins hvatning til að vinna kvikmyndir sem síðan geta keppt á hátíðinni. Það mun auka úrvalið og víkka sjóndeildarhringinn. Nánast allir framhalsskólanemendur í dag ganga með kvikmyndavél í vasanum og nú er hægt að fá ókeypis app til að klippa upptekið efni. Þetta hefur sem sagt aldrei verið auðveldara. Framhaldsskólanemar og kennarar eru eindregið hvattir til að kynna sér Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna á heimasíðu hátíðarinnar www.filmfestival.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant