Ungt kærustupar í Söngvakeppninni

Næst­kom­andi laug­ar­dags­kvöld fer seinni und­an­keppni Söngv­akeppni Sjón­varps­ins fram í Há­skóla­bíói. Sex lög taka þátt í keppninni líkt og fyrra kvöldið. Næstu vikuna mun mbl.is gefa les­end­um sín­um ör­lítið nán­ari inn­sýn í fólkið að baki hverju og einu lagi enda er mik­il­vægt að vanda valið þegar þjóðaríþrótt­in Eurovisi­on er ann­ars veg­ar.

„Lagið fjallar um aðskilnað,“ segir Magnús Thorlacius, annar höfunda og flytjenda lagsins „Ótöluð orð“. 

„Þetta er ekkert svona svart og hvítt, það er ekkert sem er algjör aðskilnaður, það er alltaf eitthvað eftir,“ segir Erna Mist, hinn helmingur lagahöfunda og flytjenda dúósins, og Magnús er fljótur að grípa orðið aftur: „Þú getur aldrei sleppt einhverjum alveg... sem þú elskar.“

Þau Magnús og Erna skera sig úr hópi þátttakenda með ýmsum hætti. Þau eru yngstu þátttakendurnir í Söngvakeppni Sjónvarpsins þetta árið, aðeins 17 ára gömul. Þess utan er nándin sem birtist milli lagahöfundanna í flutningi lagsins hér að ofan sérlega ósvikin og innileg þar sem þessar krúttsprengjur Söngvakeppninnar eru kærustupar.

„Við byrjuðum að semja bara þegar við byrjuðum að deita,“ segir Magnús. Þegar þau eru beðin að rifja upp hvenær þau byrjuðu formlega saman kemur í ljós að það var þann 14. febrúar en forkeppnin fer einmitt fram daginn áður.

Það verður spennandi að sjá hvort Erna og Magnús fagni árs sambandi sínu sem keppendur í úrslitum Söngvakeppninnar.

Þrjú lög kom­ast áfram úr hvorri und­an­keppni auk þess sem dóm­nefnd hef­ur mögu­leika á að hleypa sjö­unda lag­inu áfram, telji hún það eiga sér­stakt er­indi í úr­slit. Fylg­ist áfram með á mbl.is þar sem öll­um kepp­end­um verða gerð skil.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson