Kröfuharður dómari bannar tyggjó

Kelly Osbourne kærir sig ekki um að fólk sé að …
Kelly Osbourne kærir sig ekki um að fólk sé að japla á tyggigúmmíi í hennar viðurvist. AFP

Raunveruleikastjarnan Kelly Osbourne þykir fremur erfið viðureignar, en hún starfar um þessar mundir sem dómari í Australia's got Talent.

Samkvæmt nýjasta tölublaði ástralsks vikurits hefur Osbourne sett fram ýmsar kröfur sem starfsfólk þáttanna þarf að fara eftir til að styggja hana ekki. Til að mynda er því haldið fram að förðunarfræðingar og hárgreiðslufólk stjörnunnar þurfi ávallt að vera til taks svo útlit Osbourne haldist óaðfinnanlegt.

Þá er því einnig haldið fram að Osbourne hafi bannað starfsfólki þáttanna að tyggja tyggigúmmí í návist sinni, enda fari hljóðið ákaflega í taugarnar á henni.

Osbourne virðist þó sæl og glöð með starfið og dvöl sína í Ástralíu, en hún segist frá sér numin yfir öllu því hæfileikaríka fólki sem finna megi í landinu.

Frétt Daily Mail

Förðunarfræðingar og hárgreiðslufólk má aldrei vera langt undan svo útlit …
Förðunarfræðingar og hárgreiðslufólk má aldrei vera langt undan svo útlit stjörnunnar geti verið með besta móti. Skjáskot Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson