Man ekki eftir eigin brúðkaupi

Flestum þótti brúðkaup Katie Price og Peter Andre ógleymanlegt.
Flestum þótti brúðkaup Katie Price og Peter Andre ógleymanlegt. Skjáskot Daily Mail

Fyrrverandi fyrirsætan Katie Price, einnig þekkt sem Jordan, greindi frá því á dögunum að hún myndi ekki eftir eigin brúðkaupi.

Price, sem þrisvar hefur gengið í það heilaga, gekk að eiga söngvarann Peter André árið 2005. Brúðkaupið, sem var heldur stórbrotið, fór fram í Highclare-kastalanum þar sem þættirnir Downton Abbey voru teknir upp.

„Ég hef gift mig þrisvar og þetta hafa allt verið mjög ólík brúðkaup. Eitt var haldið erlendis, eitt var í Vegas og svo brúðkaup mitt og Pete sem haldið var þar sem Downton Abbey var tekið upp.“

Price segist þó lítið muna eftir brúðkaupinu, enda hafi hún ekki verið í andlegu jafnvægi.

„Ég þjáðist af mjög slæmu fæðingarþunglyndi og var ekki á þunglyndislyfjum þannig að þetta er eiginlega allt í móðu."

Price segist harma það að muna ekki betur eftir stóra deginum enda hafi henni þótt þetta ævintýralegt brúðkaup, til að mynda var hestvagn brúðhjónanna í líki graskers.

Price og André skildu fjórum árum síðar, en í dag er hún gift Kieran Hayler.

Frétt Daily Mail

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson