Beyoncé hafnaði Chris Martin

Beyoncé ásamt Chris Martin á sviði Ofurskálarinnar á sunnudag.
Beyoncé ásamt Chris Martin á sviði Ofurskálarinnar á sunnudag. AFP

Fyrst stal Beyoncé senunni frá Coldplay í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar. Nú virðist sem hún hafi líka hafnað því að gera lag með söngvara sveitarinnar, Chris Martin.

Frétt mbl.is: Drottningin stal senunni

Í stuttu sýnishorni af viðtali söngvarans í tímaritinu Rolling Stone kemur í ljós að hann hafi eitt sinn kynnt fyrir henni lag sem hann samdi og kallaðist „Hook Up“, en aðeins fengið neitun til baka.

Beyoncé á þó að hafa hafnað því á afar kurteislegan máta. „Hún sagði við mig: „Ég kann virkilega vel við þig - en þetta er hræðilegt“,“ segir Martin í viðtalinu.

Í umfjöllun Rolling Stone er atvikið sagt bera vitni um hversu opinn Martin er fyrir uppbyggilegri gagnrýni. The Guardian segir það þó ekki síður bera vitni um þá rómuðu glöggskyggni sem Beyoncé hefur þótt sýna á ferli sínum.

Beyoncé átti þó eftir að starfa með sveitinni við gerð lagsins Hymn for the Weekend, sem er smáskífa af nýju plötunni A Head Full of Dreams. Hefur myndbandið við lagið hlotið gagnrýni úr ýmsum áttum, meðal annars fyrir þær meintu sakir að þar sé lítið gert úr menningu Indverja.

Þó Coldplay hafi átt að vera aðalatriði hálfleikssýningarinnar á sunnudaginn þá eru flestir sammála um að Beyoncé, og að mörgu leyti Bruno Mars sömuleiðis, hafi átt sviðið þetta kvöld.

Frétt mbl.is: Óttinn varð að veruleika

Myndasyrpa: Super Bowl haldið í 50. skiptið

Beyoncé og Bruno Mars eigast við á sviðinu.
Beyoncé og Bruno Mars eigast við á sviðinu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson